Loftslagsvernd í verki. Vefskóli Landverndar. landvernd.is
Langar þig að minnka kolefnissporið?
Hér getur þú fundið þær leiðir sem henta þér best.

Smelltu á hnappinn til að setja námskeiðið í körfuna og til að hefja innskráningarferlið.

Um námskeiðið:

Loftslagsvernd í verki er  6 vikna fjarnámskeið í Vefskóla Landverndar ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins. Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu.
Námskeiðið er unnið í 5 – 8 manna hópum sem eru leiddir áfram af fróðum leiðbeinendum námskeiðisins.
Hóparnir vinna sig í gegnum nokkra áfanga sem miða að því að hver þátttakandi skoði eigin lífsstíl, hvort sem er á heimilinu, í starfi eða sem almennur borgari.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur með vikulegum stuttum rafrænum hópafundum.

Fjallað er um:

  • Samgöngur
  • Matarvenjur
  • Húsnæði
  • Neysla
  • Hvernig hægt sé að virkja að

Næstu námskeið:

Miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:00 – 21:15

Miðvikudaginn 11. maí kl. 20:00 – 21:15 

Lengd:

6 vikur

Verkefnisstjóri:

Ellen Ágústa Björnsdóttir
ellen@landvernd.is
552 5242

Fyrirkomulag:

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur með vikulegum stuttum rafrænum hópafundum. Í kjölfarið er sammælst um vikulegan fundartíma sem hentar öllum hópmeðlimum. Þátttakendur þeyta ekki próf heldur skila inn örverkefnum vikulega. Að lokinni skráningu hefur verkefnisstjóri samband og býður á fyrsta fund

Námskeiðið býðst mörgum endurgjaldslaust:

Ef þú ert félagi í eftirfarandi félögum og fyrirtækjum getur þú notað afsláttarkóða sem veitir þér 100% afslátt.
Afsláttarkóði: lv2021

  • Landvernd
  • Kvenfélagasamband Íslands (meðlimir allra héraðssambanda og kvenfélaga innan KÍ)
  • Ungir umhverfissinnar
  • Ferðafélag Íslands
  • Munasafn – Reykjavík Tool Library
Scroll to Top