Loftslagsvernd í verki

Langar þig að minnka kolefnissporið? Hér getur þú fundið þær leiðir sem henta þér best.

kr.4,900

Loftslagsvernd í verki er nýtt 6 vikna námskeið í Vefskóla Landverndar ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins. Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu.

Litlir hópar

Námskeiðið er unnið í 5 – 8 manna hópum sem eru leiddir áfram af fróðum leiðbeinendum námskeiðisins.

Hóparnir vinna sig í gegnum nokkra áfanga sem miða að því að hver þátttakandi skoði eigin lífsstíl, hvort sem er á heimilinu, í starfi eða sem almennur borgari.

Hverju get ég mögulega breytt?

Fjallað er um samgöngur, matarvenjur, húsnæði, neyslu og hvernig við getum hvatt fleiri til dáða.

Þátttakendur hvers hóps ferðast saman í gegnum námskeiðið og fá stuðning og hugmyndir hver frá öðrum. Í framhaldinu geta þeir velt fyrir sér til hvaða aðgerða sé hægt að grípa. Í kjölfarið setja þeir sér raunhæf markmið til skemmri og lengri tíma.

Fyrirkomulag

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur með vikulegum stuttum rafrænum hópafundum eftir fyrsta fund námskeiðisins með leiðbeinanda. Í kjölfarið er sammælst um vikulegan fundartíma sem hentar öllum hópmeðlimum.
Að lokinni skráningu hefur verkefnisstjóri samband varðandi næstu skref.

Næstu námskeið hefjast:

(vinsamlegast tilgreindu í skýringu með pöntun í greiðsluferlinu hvaða dagsetning hér að neðan hentar þér til að sækja námskeiðið)

  • Mánudaginn 1. nóvember kl. 20:00 – 21:15
  • Miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20:00 – 21:15

 

Taktu þátt strax í dag og dragðu úr eigin kolefnisspori!

 

Viltu taka námskeiðið með vinum þínum eða fjölskyldu?

Þú mátt gjarnan virkja fleiri með því að deila hlekknum á námskeiðið, https://vefskoli.landvernd.is/product/loftslagsvernd-i-verki/

Bakhjarlar námskeiðisins

Námskeiðið er undirbúið í samstarfi Landverndar við Kvenfélagasamband Íslands og Umhverfisstofnun. Ráðgjafi námskeiðisins var Auður H. Ingólfsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Transformia – Sjálfsefling og samfélagsábyrgð.
Loftslagsvernd í verki nýtur stuðnings Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til þriggja ára.

_________________________________

Leiðbeiningar fyrir skráningu:

Þú velur námskeiðið með því að smella á hnappinn “setja í körfu” og fylgir venjulegu vefverslunarferli, þar sem þú skráir nafnið þitt og aðrar upplýsingar, sem eru nauðsynlegar til að kerfið þekki þig. Allar greiðslur fara yfir öruggt vefsvæði Borgunar og því er Landvernd aldrei með greiðsluupplýsingarnar þínar.

Námskeiðið býðst mörgum endurgjaldslaust

Námskeiðsgjald er kr. 4.900. En ef þú ert félagi í eftirfarandi félögum og fyrirtækjum getur þú notað afsláttarkóða sem veitir þér 100% afslátt. Afsláttarkóði: lv2021

  • Landvernd umhverfisverndarsamtök
  • Kvenfélagasamband Íslands (meðlimir allra héraðssambanda og kvenfélaga innan KÍ)
  • Ungir umhverfissinnar
  • Ferðafélag Íslands
  • Munasafn – Reykjavik Tool Library

Ef þú ert með afsláttarkóða þá seturðu hann inn í tilheyrandi reit á greiðslusíðunni og uppfærir körfuna. Með afsláttarkóða þarf ekki að setja inn upplýsingar um greiðslukort og þú ferð beint á yfirlitssíðu námskeiðs þegar þú smellir á “Panta” hnappinn.

Þegar þú greiðir fyrir námskeiðið með greiðslukorti og pöntunin er runnin í gegnum greiðslukerfi Borgunar, þá er þér vísað beint á yfirlitssíðu námskeiðsins.

Hvort sem þú nýtir afsláttarkóða eða greiðir með kreditkorti, þá mun kerfið senda þér tölvupósta með kvittunum, notandanafni og sjálfgefnu aðgangsorði. Þú getur alltaf breytt aðgangsorði með því að fara inn á “Mínar síður”.

Mínar síður

Þú getur ávallt skráð þig inn á nýjan leik með því að fara inn á “Innskrá” og ef þú gleymir lykilorðinu, þá nýtirðu hlekkinn á innskráningarforminu, sem býður upp á þá aðgerð. “Mínar síður” geyma síðan upplýsingar um aðganginn þinn og hér er hægt að breyta lykilorði og sjá yfirlit yfir námskeið.

 

Scroll to Top